Forseti Írans varar Trump fullum hálsi

Hassan Rouhani, forseti Íran, ávarpar allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna.
Hassan Rouhani, forseti Íran, ávarpar allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. AFP

Hassan Rouhani, forseti Írans, sótti hart að Donald Trump Bandaríkjaforseta í ræðu sem hann flutti fyrir allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. Svaraði hann Trump fullum hálsi en Trump fór mikinn í jómfrúarræðu sinni sem hann flutti allsherjarþinginu í gær.

Sagði Trump meðal ann­ars að Íran til­heyrði litl­um hópi stjórn­lausra ríkja og að Banda­rík­in myndu gereyða Norður-Kór­eu ef til þess kæmi að þau þyrftu að verja sig eða banda­menn sína. Vísaði Trump þar meðal annars til kjarnorkusamkomulags Bandaríkjanna og fimm annarra ríkja við Íran og sagði samninginn vera skammarlegan fyrir Bandaríkin. Ýjaði hann að því að Íranar væru vísir til að brjóta gegn samningnum og að til greina kæmi að rifta honum.

Rouhani vísar því á bug að Íranar hafi brotið samninginn og segir að Íran muni taka harkalega á öllum brotum gegn samningnum. Sagði hann það vera „mikla sóun,“ ef Trump myndi rjúfa samninginn.

Trump hefur löngum fordæmt kjarnorkusamninginn við Íran sem gerður var í forsetatíð Baracks Obama. Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert