Embættismenn í Katalóníu sektaðir

Frá mótmælum í Katalóníu.
Frá mótmælum í Katalóníu. AFP

Stjórnarskrárdómstóll í Madrid ákvað í dag að leggja allt að 12 þúsund evra dagsektir á sex embættismenn Katalóníu fyrir hvern þann dag sem þeir vinna að skipulagningu þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu. 16 aðrir embættismenn gætu fengið 6 þúsund evra dagsektir. BBC greinir frá. 

Rúmlega tíu embættismenn hafa verið handteknir en hafa enn ekki verið færðir fyrir dómstól í Barcelona. Aðskilnaðarsinnar hafa mótmælt fyrir utan dómstólinn. 

Frétt mbl.is: Raf­magnað and­rúms­loft í Barcelona

Stjórnarskrárdómstóllinn sagði í dag að þjóðaratkvæðagreiðslan væri ólögleg en aðstoðarforseti Katalóníu hefur lýst því yfir að kosningarnar fari fram ef það verður mögulegt. 

Frétt mbl.is: Barið í búsáhöld í Barcelona

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert