21 flóttamaður lést í Svartahafi

Strandgæslan að störfum við Svarta haf. Mynd úr safni tekin …
Strandgæslan að störfum við Svarta haf. Mynd úr safni tekin 13. september 2017. AFP

Að minnsta kosti 21 flóttamaður drukknaði og 15 manns er saknað eftir að bát hvolfdi með um 70 manns um borð í Svartahafi við strendur Tyrklands, að sögn strandgæslunnar. Um 40 flóttamönnum var bjargað. Talið er að flestir séu frá Írak og voru þeir á leið til Rúmeníu. 

Óléttri konu var bjargað úr hafinu en hún missti barnið þegar á spítalann var komið. 

Bátnum hvolfdi um 130 kílómetra austur af Istanbúl. Veðrið var mjög slæmt á þessum slóðum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert