Hæsta viðbúnaðarstig á Balí

Mount Agung-eldfjallið. Fólki er bent á að hætta sér ekki …
Mount Agung-eldfjallið. Fólki er bent á að hætta sér ekki nær fjallinu en sem nemur 9 km vegna hættu á eldgosi. google maps

Yfirvöld í Indónesíu hafa hækkað viðbúnaðarstig vegna eldfjallsins Mount Agung á ferðamannaeyjunni Balí upp í hæsta stig. Yfir 10 þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín og ferðaviðvaranir hafa verið gefnar út.

Þetta er í þriðja skipti á rúmri viku sem viðbúnaðarstigið er hækkað á efsta stig en nokkrir skjálftar hafa átt sér stað og reykur sést frá fjallinu. 

Veðurstofa Indónesíu hefur sagt að jarðskjálftavirkni hafi aukist verulega í fjallinu sem gefi til kynna að meiri líkur séu á eldgosi en veðurstofan treysti sér þó ekki til að gefa út tímaramma. 

Þá hafa yfirvöld gefið út yfirlýsingu um að engir íbúar eða ferðamenn ættu að hætta sér innan 9 kilómetra frá fjallinu og 12 kílómetra frá gígunum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert