Trump: Kim er „brjálæðingur“

Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Donald Trump Bandaríkjaforseti. AFP

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, kallaði Kim Jong-un, leiðtoga Norður-Kór­eu, „brjálæðing“ í nýjustu Twitter-færslu sinni. Leiðtogarnir tveir hafa verið að munnhöggvast á samfélagsmiðlum undanfarið.  

Kim Jong-un leiðtogi Norður-Kór­eu er augljóslega brálæðingur sem skeytir engu um að svelta fólk sitt. Við munum reyna á hann.“ Þetta segir Trump í færslunni sem birtist í morgun. 

Spenna hef­ur farið stig­vax­andi milli Banda­ríkj­anna og Norður-Kór­eu und­an­farna mánuði. Trump hélt her­skáa ræðu í kjöl­far vetn­is­sprengju­tilraun­ar Norður-Kór­eu fyr­ir skemmstu. Í gær hæddi Kim Jong-un Trump og sagði hann „and­lega brenglaðan“.

Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu.
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert