Mótmæla AfD í Berlín

AFP

Nýr val­kost­ur fyr­ir Þýska­land, Alternative für Deutschland (AfD) virðist hafa fengið tæplega 23% atkvæða í Austur-Þýskalandi en sé litið á landið í heild er flokkurinn með 13,1% samkvæmt nýjustu tölum. Fleiri hundruð taka þátt í mótmælum gegn AfD í miðborg Berlínar.

Kanslari Þýskalands, Angela Merkel, segir að koma AfD inn á þýska þingið sé mikil áskorun og hún hafi viljað sjá sinn flokk fá meira fylgi en raun ber vitni.

Aðeins fjögur ár eru liðin frá stofnun flokksins en hann er nú þriðji stærsti flokkurinn á þýska þinginu ef marka má útgönguspár.

„Við munum breyta þessu landi,“ segir Alexander Gauland, sem er á leið á þing fyrir AfD. Hann heitir því að það verði forgangsmál flokksins á þingi að koma á laggirnar þingmannanefnd sem er ætlað að rannsaka ákvörðun Merkel um að taka á móti einni milljón hælisleitenda frá árinu 2015. Flestir þeirra komu frá stríðshrjáðum löndum eins og Sýrlandi, Írak og Afganistan.

Samtök gyðinga í Þýskalandi óttast mjög hvað muni gerast í kjölfarið og biðja lýðræðissinnað fólk um að afhjúpa rétt andlit AfD og popúlista loforð hans. 

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert