Fleiri ríki í komubann

(
( AFP

Íbúar Norður-Kóreu, Venesúela og Tsjad eru komnir á lista yfir þá sem ekki fá að ferðast til Bandaríkjanna. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, greindi frá þessu á Twitter seint í gærkvöldi.

Í tilkynningu frá Hvíta húsinu kemur fram að þetta hafi verið ákveðið í kjölfar upplýsinga sem fengnar voru frá útlendum ríkisstjórnum, samkvæmt frétt BBC.

„Að gera Bandaríkin örugg er mitt helsta baráttumál. Við munum ekki hleypa þeim inn í landið okkar sem við getum ekki sannað að séu öryggir,“ skrifar Trump á Twitter.

Ákvörðunin varðandi Venesúela gildir aðeins um opinbera embættismenn og fjölskyldur þeirra.

Ríkin þrjú bætast þar í hóp fimm annarra, Íran, Líbýu, Sýrlands, Jemen og Sómalíu. Búið er að taka Súdan út af listanum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert