Fundu hund á lífi í rústunum

Þrátt fyrir að von leitarmanna um að finna fólk á lífi í húsarústum eftir jarðskjálftann í Mexíkó fari dvínandi glæddist vonarneisti í dag þegar lítill smáhundur fannst á lífi. Hann fannst sex dögum eftir skjálftann. Sky fréttastofa greinir frá á Twitter.

Á þriðjudaginn í síðustu viku varð jarðskjálfti að 7,1 stig að stærð í Mexíkóborg. Staðfest hefur verið að 300 manns létust. Í fyrradag varð annar skjálfti að stærðinni 6,2 stig. Ótt­ast er að seinni skjálft­inn dragi úr lík­um að fleir­um verði bjargað þar sem brak færðist til og frá í skjálft­an­um.

Hins vegar halda björgunarsveitarmenn áfram leit sinni og notast við leitarhunda og nýjustu tækni til að reyna að nema líf í rústunum.  Á fyrstu þremur dögunum var 69 manns bjargað á lífi. Frá því á föstudaginn hafa einungis lík verið dregin upp úr rústunum að undanskildum hundinum. 



Björgunarsveitarmenn fara með hundinn úr rústunum.
Björgunarsveitarmenn fara með hundinn úr rústunum. Skjáskot/Sky News
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert