Kosið um sjálfstæði Kúrdistan

Kúrdi í Írak leita að nafni sínu á kjörstað.
Kúrdi í Írak leita að nafni sínu á kjörstað. AFP

Kosning er hafin um sjálfstæði sjálfstjórnarhéraðs Kúrda í Írak en yfirvöld í Bagdad hafa lýst því yfir að þau muni grípa til allra mögulegra aðgerða til þess að tryggja einingu Íraks. Hafa þau jafnvel hótað því að svipta héraðið líflínunni, það er tekjum af sölu á olíu.

Atkvæðagreiðslan er ekki bindandi en snemma á 20. öldinni kviknaði hugmyndin að sjálfstæðu ríki, oftast nefnt Kúrdistan. Forseti héraðsins er Massud Barzani en hann hefur farið fremst í flokki þeirra sem vilja slíta sig frá Írak. Hann og forsætiráðherra héraðsins hafa meðal annars bent á að Kúrdar séu ekki arabar heldur sérstök þjóð, enda hafi þeir sitt tungumál og sína menningu.

Nágrannar Kúrda í Tyrklandi og Íran eru ósáttir við hugmyndina um sjálfstæði Kúrdistan enda óttast þeir að það geti haft áhrif á minnihlutahópa Kúrda í eigin ríkjum.

Kjörstaði er að finna víða í Kúrdistan, en um þrjú svæði er að ræða, Arbil, Sulaimaniyah og Dohuk. Eins er hægt að kjósa á landamærasvæðum eins og Kirkuk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert