Aðgerðarsinna veitt hæli

Amos Yee.
Amos Yee. Stilla af YouTube

Átján ára gömlum aðgerðarsinna frá Singapúr hefur verið veitt pólitískt hæli í Bandaríkjunum. Lögmaður Amos Yee greindi frá því í dag en Yee hefur ítrekað verið fangelsaður í heimalandinu fyrir umdeild myndskeið.

Hann hafði verið í haldi bandarískra yfirvaldi frá því hann lenti á flugvellinum í Chicago um miðjan desember.

Lögmaður Yee, Sandra Grossman, býst við að honum verði sleppt úr haldi í dag. Hún gagnrýndi bandarísk yfirvöld fyrir að hafa haldið Yee föngnum í svona langan tíma.

Yee, sem hlaut kvik­mynda­verðlaun 13 ára gam­all, birti mynd­skeið í mars 2015 þar sem hann réðst harka­lega á for­sæt­is­ráðherr­ann fyrr­ver­andi í sömu viku og hann lést. Þar líkti hann Lee við Jesús og sagði þá báða valda­sjúka og ill­gjarna ein­stak­linga sem reyndu að láta líta út eins og þeir væru full­ir samúðar í garð annarra og góðir.

Fyr­ir þetta var hann dæmd­ur í fjög­urra vikna fang­elsi fyr­ir að særa trú­ar­til­finn­ingu krist­inna og að hafa birt klám­fengna mynd af Lee og fyrr­ver­andi for­sæt­is­ráðherra Bret­lands, Marga­ret Thatcher. 

Í sept­em­ber var hann dæmd­ur í sex vikna fang­elsi fyr­ir að móðga mús­lima og kristna fyr­ir nokk­ur mynd­skeið sem hann birti á net­inu, meðal ann­ars mynd­ir af hon­um sjálf­um van­v­irða kór­an­inn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert