Fyrsta konan sem lýkur liðsforingjaþjálfun

Konan sem lauk liðsforingjaþjálfun sérsveitar Bandaríkjahers kýs að koma ekki …
Konan sem lauk liðsforingjaþjálfun sérsveitar Bandaríkjahers kýs að koma ekki fram undir nafni. Myndin er tekin í þjálfuninni sem stóð yfir í 13 vikur. AFP

Fótgönguliði í bandaríska hernum er komin í sögubækurnar fyrir að vera fyrsta konan til að ljúka liðsforingjaþjálfun sérsveitar hersins sem er þekkt fyrir að vera löng og ströng.

Liðsforinginn, sem kýs að koma ekki fram undir nafni samkvæmt BBC, lauk þjálfun sinni í Quantico í Virginíu í gær. Hún mun brátt taka við 40 manna flokksdeild í hernum og leiða hana í bardaga. 

Yfirmaður landgönguliðs Bandaríkjahers, Robert Neller, birti mynd af liðsforingjanum á Twitter þar sem hann segist vera stoltur af liðsforingjanum og leiðtogum hennar.

Liðsforingjaþjálfunin hófst í júlí og stóð yfir í 13 vikur. Alls hófu 131 fótgönguliði þjálfunina en 88 tókst að ljúka henni.  

Af 1,4 milljón starfandi hersveita í Bandaríkjunum eru um 15% konur. Allar stöður innan hersins hafa verið aðgengilegar konum frá því í mars 2016 þegar Barack Obama, þáverandi forseti, afnam allar takmarkanir vegna kyns í hernum.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert