Konur mega loks keyra í Sádi-Arabíu

Þessar konur geta keyrt bíl á næsta ári.
Þessar konur geta keyrt bíl á næsta ári. AFP

Sádi-Arabía tilkynnti í dag að allar konur í landinu megi keyra bíl frá og með næsta ári. Þar með er bundinn endi á stefnu landsins sem hefur verið notað til að lýsa þeirri kúgun sem konur búa við í konungsveldinu.

Breytingin mun taka gildi í júní en tilkynnt var um hana í ríkissjónvarpi landsins.

Þeir sem hafa verið hlynntastir því að konur megi ekki keyra í Sádi-Arabíu segja það óviðeigandi. Karlkyns ökumenn myndu ekki vita hvernig ætti að haga sér ef þeir sæju konu við stýrið í næsta bíl.

Aðrir hafa haldið því fram að með því að leyfa konum að keyra væri ýtt undir lauslæti í landinu. Einn klerkur hélt því fram, án þess að benda á neitt sem studdi mál hans, að akstur skaði eggjastokka kvenna.

Frétt New York Times.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert