Norður-Kórea eykur varnir á austurströndinni

Þeir Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, og Donald Trump Bandaríkjaforseti, hafa …
Þeir Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, og Donald Trump Bandaríkjaforseti, hafa skipst móðgunum og hótunum í garð hvors annars. AFP

Norður-Kórea hefur aukið varnir á austurströnd landsins eftir að ráðamenn í höfuðborginni Pyongyang sögðu Donald Trump Bandaríkjaforseta hafa lýst yfir stríði og vöruðu við að þau myndu skjóta niður bandarískar sprengiflugvélar sem kæmu nálægt Kóreuskaga.

Þetta hefur Reuters fréttastofan eftir suður-kóreska þingmanninum Lee Cheol-uoo.

Spennan á Kóreuskaga hefur haldið áfram að aukast eftir að norður-kóreski herinn framkvæmdi sína sjöttu kjarorkutilraun í byrjun þessa mánaðar. Trump og Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hafa heldur ekki sparað stóru orðin og hafa skipst á móðgunum og hótunum í garð hvors annars.

Ri Yong Ho, utanríkisráðherra Norður-Kóreu, sagði á mánudag a þau orð sem Trump lét falla á Twitter að Kim og Ri „yrðu ekki mikið lengur til staðar“ ef þeir létu hótanir sínar verða að veruleika samsvara stríðsyfirlýsingu og að yfirvöld í Pyongyang yrðu að grípa til aðgerða.

Lee sagði leyniþjónustu Suður-Kóreu hafa staðfest að Norður-Kórea væri að auka varnir sínar með því að flytja flugvélar að austurströndinni og grípa til annarra aðgerða eftir að bandarískum sprengjuflugvélum var flogið nærri Kóreuskaga um síðustu helgi.

Sagði hann að svo virtist sem Bandaríkin hefðu viljandi gefið upp flugleið sprengjuflugvélanna því að svo virtist sem yfirvöld í Norður-Kóreu hefðu ekki vitað áður af ferð þeirra.

Greindi Ri frá því á fundi með fréttamönnum í gær að réttu aðgerðirnar væru að skjóta niður bandarískar sprengjuflugvélar, jafnvel þegar þær væru ekki innan lofthelgi Norður-Kóreu.

Þáttkakendur á fundi á Kim Il-sung torginu í Pyongyang um …
Þáttkakendur á fundi á Kim Il-sung torginu í Pyongyang um helgina. Tugir þúsunda tóku þátt í fundinum sem var haldinn til stuðnings forsdæmingum Kim Jong-un í garð Trump. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert