Trump hvetur Evrópusambandið til aðgerða

Donald Trump.
Donald Trump. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti hvetur Evrópusambandið til að fylgja fordæmi Bandaríkjanna og beita viðskiptaþvingunum gegn „kúgandi“ stjórn Nicolas Maduro, forseta Venesúela.

Trump undirritaði tilskipun í síðasta mánuði en samkvæmt henni munu Bandaríkin ekki eiga viðskipti við stjórn­völd í Venesúela og olíu­fyr­ir­tæk­i í land­inu. 

„Við vonum að vinir okkar í Evrópusambandinu munu fljótlega fylgja Bandaríkjunum, Kanada og mörgum þjóðum í Suður-Ameríku í þessum þvingunaraðgerðum,“ sagði Trump á blaðamannafundi í dag.

„Almennir borgarar hafa þurft að líða mikla hungursneyð undir stjórn kúgandi leiðtoga,“ bætti Trump við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert