Sprenging á lögreglustöð í Svíþjóð

Sænska lögreglan.
Sænska lögreglan. AFP

Öflug sprengja sprakk í anddyri lögreglustöðvarinnar í Helsingborg á Skáni skömmu eftir miðnætti að staðartíma, rúmlega 22 í gærkvöldi að íslenskum tíma. Enginn slasaðist í sprengingunni og leitar lögregla vitna að atburðinum.

Varðstjóri í lögreglunni á Skáni, Lennart Linderos, segir að allar rúður hafi brotnað, hurðin eyðilagst og anddyrið eins og það leggur sig.

Sprengingin virðist hafa verið gríðarlega öflug því húsið er mjög illa farið og nágrannar segja að allt hafi nötrað þegar sprengingin varð. Tæknideild lögreglunnar var að störfum í alla nótt en enginn hefur verið handtekinn vegna málsins.

Frétt DN

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert