Trump segir þingmanninn ljúga

Donald Trump.
Donald Trump. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að fullyrðingar þess efnis að hann hafi grætt ekkju hermanns sem var drepinn í hernaðaraðgerðum í Níg­er 4. októ­ber séu tóm þvæla.

Þingmaður demó­krata, Frederica Wil­son, segist hafa verið í áfalli þegar hún heyrði það sem forsetinn sagði við ekkju David Johnson en hún fullyrðir að ekkjan hafi grátið eftir að Trump ræddi við hana í síma.

„Hann vissi hvað hann var að koma sér út í,“ fullyrðir Wilson að Trump hafi sagt við ekkjuna, Myeshiu. Johnson var einn fjögurra hermanna sem létust í árás vígamanna al-Queda í byrjun mánaðarins.

„Ég hef sönnun þess efnis að þingmaður demókrata skáldaði upp því sem ég sagði við ekkju hermanns sem féll á vígvellinum. Sorglegt!“ skrifaði Trump á Twitter í morgun.

Wilson sagði við CNN að Trump hefði hringt í Myeshiu rétt áður en líkkista eiginmanns hennar var flutt til Miami. Þar sagði forsetinn ekkjunni að hermaðurinn hafi vitað hvað biði hans í hernum.

„Allir vita að þú gætir endað á því að snúa aldrei heim úr stríði. Það þýðir hins vegar ekki að þú minnir syrgjandi ekkju á það,“ sagði Wilson.

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert