„Við erum öll Jordi“

Fjöldi manns kom saman á stjórnarskrártorginu í Barcelona í gærkvöldi, …
Fjöldi manns kom saman á stjórnarskrártorginu í Barcelona í gærkvöldi, kveikti á kertum og mótmælti handtöku tveggja katalónskra aðskilnaðarsinna. AFP

Um 200.000 manns söfnuðust saman í Barcelona í gær til að mótmæla handtöku tveggja leiðtoga katalónskra aðskilnaðarsinna.

Jordi Sanchez, forseti þingsins í Katalóníu, og Jordi Cuixart, leiðtogi sjálfstæðissamtakanna Omnium Kultural, voru handteknir á mánudag og úr­sk­urðaðir í gæslu­v­arðhald án mögu­leik­ans á að vera látn­ir laus­ir gegn greiðslu trygg­inga­gjalds.

Jordi Sanchez og Jordi Cuixart, leiðtogar sjálf­stæðis­hreyf­ing­ar Katalón­íu, voru úrskurðaðir …
Jordi Sanchez og Jordi Cuixart, leiðtogar sjálf­stæðis­hreyf­ing­ar Katalón­íu, voru úrskurðaðir í gæslu­v­arðhald á mánudag, sakaðir um að hafa staðið að ólögmætum fjöldamótmælum. AFP

Sánchez og Cuix­art eru sakaðir um að hafa hvatt mót­mæl­end­ur til dáða þegar spænska lög­regl­an reyndi að hindra þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Katalóníu frá Spáni sem fram fór 1. október. Sjálfstæðissinnar hafa nú hvatt til enn frek­ari mót­mæla og krefjast þess að Sánchez og Cuix­art verði látn­ir laus­ir.

BBC greinir frá því að mótmælin hafi farið friðsamlega fram á stjórnarskrártorginu, Plaza Constitució, og kveikt var á kertum til stuðnings Sanchez og Cuixart. Mótmælendur sýndu stuðning sinn með því að kyrja „Við erum öll Jordi,“ og vísuðu þannig í fornöfn þingforsetans og sjálfstæðisleiðtogans.  

Gæsluvarðhaldsúrskurðinum var einnig mótmælt í fleiri katalónskum borgum og bæjum í gærkvöld.

Rík­is­stjórn Spán­ar hef­ur veitt leiðtoga Katalón­íu, Car­les Puig­demont, frest til klukk­an 10 á fimmtu­dags­morg­un til þess að gefa það ber­lega til kynna hvort héraðið muni lýsa yfir sjálf­stæði. Puig­demont hefur hins vegar lagt til að næstu tveir mánuðir verði notaðir til viðræðna.

Talið er að um 200.000 manns hafi komið saman í …
Talið er að um 200.000 manns hafi komið saman í Barcelona í gær á mótmælunum. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert