Blatter fer á HM í Rússlandi

Sepp Blatter í apríl síðastliðnum.
Sepp Blatter í apríl síðastliðnum. AFP

Sepp Blatter, fyrrverandi forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, verður á meðal gesta á heimsmeistaramótinu í Rússlandi næsta sumar, þrátt fyrir að vera í banni frá fótbolta.

„Ég fer á HM í Rússlandi. Ég fékk boð frá Pútín forseta,“ sagði Blatter, sem er 81 árs.

Blatter sagði að Michael Platini, fyrrverandi forseti UEFA sem er einnig í banni frá fótbolta vegna spillingarmála, hafi einnig fengið boð á mótið frá Pútín.

Náinn samstarfsmaður Platini segir engu að síður að hann hafi ekki fengið boð frá Pútín á HM og að Platini viti ekki hvað hann ætlar að gera næsta sumar.

Vladimir Pútín, forseti Rússlands.
Vladimir Pútín, forseti Rússlands. AFP

Blatter, sem var forseti FIFA í 17 ár, var sparkað út úr íþróttinni árið 2015.

Honum var bannað eiga öll afskipti af fótbolta í sex ár eftir að hafa verið fundinn sekur um að hafa tekið við rúmlega 220 milljóna króna greiðslu frá Platini.  

„Ég veit ekki hversu lengi ég verð, hvort ég verð á opnunarleiknum eða úrslitaleiknum,“ sagði hann. „Ég má ekki starfa við fótbolta og ég ætla mér ekki að gera það. Kannski fer ég bara í stutta heimsókn.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert