Glundroði vegna orðróms um vampírur

Forseti Malaví, Arthur Peter Mutharika er sagður hafa ferðast um …
Forseti Malaví, Arthur Peter Mutharika er sagður hafa ferðast um landið til að reyna að koma í veg fyrir fleiri morð. AFP

Lögregluyfirvöld í Malaví segjast hafa handtekið 140 manna hóp sem réðst að fólki sem það grunaði að væri vampírur. Talið er að í það minnsta átta hafi verið myrtir vegna orðróms um vampírur í Malavík.

Samkvæmt lögregluyfirvöldum hefur verið kveikt í einum manni og annar grýttur en tveir hafa verið handteknir eftir að hafa hótað fólki því að sjúga úr þeim blóð en lögreglan hefur lýst því yfir að engar læknisskýrslur séu til staðar um að blóð hafi verið sogið úr fólki. 

Sjálfskipaðir lögregluhópar hófu árásir á fólk sem það grunaði um að hafa drukkið blóð í tengslum við einhvers konar galdra athafnir í september. 

Í frétt BBC segir jafnframt að menntunarstaðlar í Malaví séu lágir og trú á ýmsa galdra mikil. Ofbeldi sjálfskipaðra lögreglumanna tengt orðrómum um vampírur hefur átt sér stað í landinu allt frá árinu 2002.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert