Krísufundur um Katalóníu

AFP

Spænska ríkisstjórnin hóf klukkan átta í morgun krísufund en tilgangur fundarins er að ákveða aðgerðir til að draga úr sjálfstjórnarvaldi Katalóníu í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði héraðsins.

Gefið hefur verið út að spænsk yfirvöld hyggist boða til kosninga í Katalóníu í janúar næstkomandi, en yfirvöld gætu einnig ákveðið að taka yfir ákveðna hluta stjórnsýslunnar, eins og lögreglu og fjármálastjórn.

Katalónía hefur haft víðtæk sjálfstjórnarvöld og meðal annars stjórnað sinni eigin lögreglu, mennta- og heilbrigðiskerfi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert