Ríki íslams lýsir ábyrgð á sprengjuárás

AFP

Ríki íslams hefur lýst yfir ábyrgð á skot- og sjálfsmorðssprengjuárás á mosku sjíta-múslima í Kabúl í gær þar sem 39 létu lífið, þar á meðal börn. AFP-fréttastofan greinir frá.

Í yfirlýsingu frá samtökunum er sprengjumaðurinn nafngreindur og hann sagður hafa  sprengt sig með sprengjuvesti í hofi fjölgyðistrúarmanna.

Öfgatrúar súnní-múslimar úr röðum samtaka Ríki íslams bera ábyrgð á hrinu sprengjuárása á sjíta-múslíma, sem þeir telja villutrúar.

Tvær mannskæðar sprengjuárásir voru gerðar á moskur í Afganistan í gær, sem urðu samtals um 180 manns að bana, en um er að ræða blóðugustu viku í landinu á síðustu misserum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert