Abe líklegur til að endurnýja umboð sitt

Japanskir kjósendur á kjörstað. Talið er líklegt að forsætisráðherrann Shinzo …
Japanskir kjósendur á kjörstað. Talið er líklegt að forsætisráðherrann Shinzo Abe endurnýi umboð sitt. AFP

Japanskir kjósendur buðu úrhellisrigningu og roki birginn til að mæta á kjörstað, en þingkosningar fara fram í landinu í dag eftir að forsætisráðherrann Shinzo Abe boðaði til óvæntra þingkosninga.

Stjórnmálaskýrendur telja líklegt að Abe muni fá endurnýjað umboð frá kjósendum til að sýna hörku gagnvart Norður-Kóreu og til að halda áfram að reyna að endurlífga efnahag landsins.

Reynist skoðanakannanir réttar mun samsteypustjórn Abes ekki eiga í neinum vanda með að sigrast á stjórnarandstöðunni sem þykir veik.

Kjörstaðir opnuðu klukkan sjö í morgun að staðartíma og hefur fellibylur sem fer yfir í nágrenni Japan þau áhrif að kosningaþátttaka er öllu dræmari en í síðustu þingkosningum, en í þeim þótti þó slakasta þátttaka til þessa.

Stjórnmálaskýrendur hafa spáð því að léleg kosningaþátttaka muni koma Abe vel, en hann stefnir að því að verða sá japanski forsætisráðherra sem setið hefur lengst í embætti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert