Fékk dóm fyrir að snerta karlmannsmjöðm

Jamie Harron var á leið frá Afganistan til Sameinuðu arabísku …
Jamie Harron var á leið frá Afganistan til Sameinuðu arabísku furstadæmanna þegar atvikið átti sér stað. Ljósmynd/Skjáskot

Skoskur karlmaður var dæmdur í þriggja mánaða fangelsi fyrir að snerta mjöðm annars manns á bar í Dubai.

Skotinn Jamie Harron var handtekinn í júlí og ákærður fyrir blygðunarsemisbrot. Hann segist bara hafa verið að reyna að koma í veg fyrir að það helltist niður úr glasi sínu þegar hann snerti manninn. Harron hefur þegar verið dæmdur til mánaðar fangelsisvistar fyrir að drekka bjór og á enn frekari kærur yfir höfði sér.

Maðurinn sem kærði Harron dró kæru sína síðar til baka, en embætti saksóknara í Dubai ákvað að halda málinu til streitu.

Harron, sem starfaði sem rafvirki í Afganistan, var í tveggja daga stoppi á leið sinni til Sameinuðu arabísku furstadæmanna þegar atvikið átti sér stað.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert