Ríki íslams tók 116 manns af lífi

Hermenn úr stjórnarhernum í borginni Raqqa.
Hermenn úr stjórnarhernum í borginni Raqqa. AFP

Hryðjuverkasamtökin Ríki íslams tóku 116 manneskjur af lífi sem voru grunaðar um að hafa starfað með sýrlenskum stjórnvöldum í bænum Al-Qaryatiain fyrr í þessum mánuði. Stjórnarherinn náði eftir það bænum á sitt vald.

„Ríki íslams hefur á tuttugu daga tímabili tekið meira en 116 óbreytta borgara af lífi sem voru sakaðir um að hafa starfað með stjórnarhernum,“ sagði Rami Abdel Rahman, yfirmaður mannréttindasamtakanna Syrian Observatory for Human Rights.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert