Barinn til bana í Stokkhólmi

Lögreglan í Svíþjóð.
Lögreglan í Svíþjóð. AFP

Maður sem var barinn til óbóta fyrir utan skóla í Alvik í Stokkhólmi um miðjan dag í gær er látinn. Varðstjóri í lögreglunni í Stokkhólmi, Jonas Torelli, staðfestir þetta í samtali við sænska ríkisútvarpið í morgun.

Tvær manneskjur sáust berja manninn með kylfum eða sambærilegum vopnum og stinga síðan af af vettvangi. Ekki er talið að málið tengist skólanum á nokkurn hátt en enginn hefur verið handtekinn í tengslum við morðið. 

Tæknideild lögreglunnar er að störfum á vettvangi, segir í frétt SVT.

Samkvæmt upplýsingum Aftonbladet lést maðurinn af völdum sára sinna í gær en ekki var greint opinberlega frá andláti hans fyrr en í morgun þar sem verið var að láta aðstandendur vita.

Heimildir Aftonbladet herma að árásarmennirnir hafi verið vopnaðir sveðjum og hnífum og lögregla leiti þeirra í Stokkhólmi og nágrenni.

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert