Rússar beittu aftur neitunarvaldi

AFP

Rússar beittu aftur neitunarvaldi í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í kvöld, þegar greidd voru atkvæði um það hvort haldið skyldi áfram að rannsaka hver hefði staðið á bak við efnavopnaárás í Sýrlandi í apríl síðastliðnum. AFP-fréttastofan greinir frá.

Í kvöld var kosið um tillögu Japana sem kvað á um að rannsókninni yrði haldið áfram í að minnsta kosti 30 daga til viðbótar. Þetta er því í annað sinn á tveimur dögum sem Rússar beita neitunarvaldi gegn frekari rannsóknum, en gær greiddu þeir atkvæði gegn tillögu Bandaríkjanna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert