Hariri snýr aftur til Beirút

Forsætisráðherra Líbanons, Saad Hariri, mun snúa aftur til Líbanons og taka þátt í hátíðarhöldum í tilefni af þjóðhátíðardegi landsins næstkomandi miðvikudag. Þetta staðfesti hann eftir fund sinni með forseta Frakklands, Emmanuel Macron, í París í dag.

Frétt mbl.is: Hariri fer til Frakklands

„Ég mun snúa aftur til Beirút á næstu dögum,“ segir Hariri.

Hariri greindi jafnframt frá því að hann muni gera grein fyrir pólitískri stöðu sinni á þjóðhátíðardeginum. Hariri sagði af sér sem forsætisráðherra Líbanons 4. nóvember og hafa ýmsar kenningar verið á lofti um hvað búi að baki.

Í ávarpi sem Hariri hélt þegar hann sagði af sér sakaði hann Írana og Hes­bollah-flokk­inn um að vinna að óstöðug­leika í Líb­anon. Líb­an­ir telja að Sádar séu með Har­iri í gísl­ingu. Því neita stjórn­völd í Sádi-Ar­ab­íu og segja að Har­iri sé frjáls ferða sinna.

Líb­anon var áður frönsk ný­lenda og tilgangur fundar Macron með Hariri var að reyna að miðla mál­um í deil­unni sem enn er þó ekki vitað hvernig til er kom­in. Talið er að staðan hafi skap­ast vegna vax­andi spennu milli Írana og Sáda.

Michel Aoun, for­seti Líb­anons, hef­ur sakað Sáda um hafa Har­iri í haldi og hef­ur neitað að taka við af­sögn hans á meðan hann er ekki í heimalandi sínu. Hariri hefur nú tilkynnt að hann muni ræða við forsetann þegar hann kemur aftur til Beirút.

Saad Hariri, forsætisráðherra Líbanons, yfirgefur Élysée-höllina í París eftir fund …
Saad Hariri, forsætisráðherra Líbanons, yfirgefur Élysée-höllina í París eftir fund sinn við forseta Frakklands, Emmanuel Macron. AFP
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, ræddi við Saad Hariri, forsætisráðherra Líbanons …
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, ræddi við Saad Hariri, forsætisráðherra Líbanons í dag. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert