Skaut sig og konu sína í kirkju fyrir slysni

Atburðurinn átti sér í stað á fundi biblíuhóps til að …
Atburðurinn átti sér í stað á fundi biblíuhóps til að undirbúa þakkargjörðarmáltíð í First United Methodist kirkjunni í bænum Tellico Plains. Skjáskot/Facebook

Karlmaður skaut sig og konu sína fyrir slysni við umræðu um byssuöryggi í kirkju í Tennessee í gær að því er BBC greinir frá.

Maðurinn sem er 81 árs, tók fram byssu sína til að sýna öðru sóknarbarni í miðjum viðræðunum um nýlegar skotárásir í kirkjum. Maðurinn mundi hins vegar ekki að byssan væri hlaðinn og skaut einu skoti sem særði hann sjálfan í höndina og lenti því næst í 80 ára konu hans, sem sat við hlið hans í hjólastól.

Að sögn lögreglu í Tennessee voru meiðsl hvorugs þeirra lífshættuleg.

Atburðurinn átti sér í stað á fundi biblíuhóps til að undirbúa þakkargjörðarmáltíð í First United Methodist kirkjunni í bænum Tellico Plains.

Mistin, eitt sóknarbarnanna sem vildi bara gefa upp fornafn sitt, sagði að fundargestir hefði verið að ræða blóðbaðið í kirkju í Texas fyrr í mánuðinum.

„Þá kom umfjöllunarefnið um byssur í kirkju upp. Ættum við að leyfa byssur í kirkju og ef fólk ber byssu ætti það að koma með hana í kirkju,“ sagði Mistin.

Einn fundargesta hefði þá sagt að hann tæki byssuna sína með sér allt. Að því loknu tók hann byssu úr vasa sínum, fjarlægði skothylkið og rétti öðrum fundargestum hana til að skoða.

Því næst tók hann aftur við byssunni, setti skothylkið í á ný og setti hana aftur í vasann. Síðar á fundinum bað annar gestur um að fá að skoða vopnið. Í það skipti tók hann óvart í gikkinn er hann tók hana úr vasanum.

„Það heyrðist hár hvellur,“ sagði Mistin. „Ég var ekki viss hvað þetta væri. Frú Nicole leit á frú  Cathrine og frú Cathrine leit á hana og sagði: Ég varð fyrir skoti“.“

Skotið lenti fyrst í hendi eigandans og síðan í maga konu hans, áður en það fór út um hægri handlegg hennar og endurkastaðist síðan af veggjunum að sögn lögreglu.

Mistin segir manninn kunna að hafa misst fingur við þetta. Kona hans var send í aðgerð en búist var við að hún muni lifa af.

Að sögn lögreglunnar í Tellico Plains slasaðist enginn annar í atvikinu og engar kærur verða lagðar fram.

„Þetta var slys. Þetta var gerðist ekki viljandi,“ sagði lögreglustjórinn Russ Parks við fréttastofu ABC. „Hann gleymdi því bara að hann hafði hlaðið vopnið aftur.“

Maðurinn er sagður hafa átt byssu alla ævi og hafa stundað vikulegar skotæfingar. Atvikið hafi hins vegar valdið honum þvílíku áfalli að hann ætli að losa sig við vopn sín.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert