15 manns létust í troðningi

Að minnsta kosti 15 eru látnir og allt að 40 slasaðir eftir í mikinn troðning við útdeilingu matargjafa í Marokkó. BBC greinir frá.

Atvikið átti sér stað í þorpinu Sidi Boualem, um 150 km suðvestur af Casablanca.

Ekki er enn ljóst hvaða samtök það voru sem útdeildu matargjöfunum, en talið er að um góðgerðarsamtök hafi verið að ræða.

Fjölmiðlar í Marokkó hafa greint frá því að flest fórnarlambanna hafi verið konur og eldri borgarar.

Mikill troðningur við matargjöf í Marokkó varð þess valdandi að …
Mikill troðningur við matargjöf í Marokkó varð þess valdandi að a.m.k. 15 manns létust. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert