Lögreglumaður skaut þrjá til bana

Franski lögreglumaðurinn skaut alls sex manns í árásinni áður en …
Franski lögreglumaðurinn skaut alls sex manns í árásinni áður en hann skaut sjálfan sig. AFP

Franskur lögreglumaður skaut þrjá til bana og særði þrjá til viðbótar áður en hann skaut sjálfan sig í borginni Sarcelles, skammt frá París, í gær. Um heimiliserjur var að ræða, en BBC greinir frá þessu á vefsíðu sinni.

Þeir látnu eru faðir kærustu lögreglumannsins, auk tveggja vegfarenda. Kærasta mannsins, móðir hennar og systir særðust í árásinni.

Atburðarásin var þannig að kærasta mannsins hafði tjáð honum að hún ætlaði að slíta sambandi þeirra. Lögreglumaðurinn, sem var 31 árs, byrjaði á því að skjóta tvo óviðkomandi vegfarendur. Þá skaut hann kærustu sína, sem sat í bifreið, í andlitið og svo á fjölskyldumeðlimi kærustunnar þar til hann beindi byssunni loks að sjálfum sér, en lík hans fannst í nálægum garði.

Atvikið átti sér stað í Sarcelles, skammt frá París, í …
Atvikið átti sér stað í Sarcelles, skammt frá París, í Frakklandi. Kort/Google
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert