Mugabe ávarpar þjóðina en neitar afsögn

Robert Mugabe, elsti þjóðhöfðingi heims.
Robert Mugabe, elsti þjóðhöfðingi heims. AFP

Robert Mugabe, forseti Simbabve, ávarpaði þjóð sína fyrir skömmu í sjónvarpi þar sem búist var við því að hann myndi segja af sér. Fréttatofa AFP hafði það eftir öruggum heimildum að forsetinn hefði samþykkt að segja af sér. 

Mugabe lauk hins vegar ávarpinu án þess að segja af sér. 

Stjórn­ar­flokk­ur Simba­bve, ZANU-PF, steypti Robert Muga­be, for­seta lands­ins, af stóli sem for­manni flokks­ins fyrr í dag. Í hans stað hef­ur vara­for­set­inn fyrr­ver­andi, Em­mer­son Mnangagwa, verið val­inn til að gegna embætt­inu. Flokkurinn gaf Mugabe frest til klukkan tíu í fyrramálið til að segja af sér embætti. Að öðrum kosti biði hans ákæra.

Stuttu eftir að Mugabe var steypt af stóli átti hann fund með æðstu hershöfðingjum landins. Í ávarpi sínu sagði hann að eftir fundinn hefði honum verið ljóst hvaða málefnum er brýnt að taka á í landinu. Hann sagði jafnframt að eðlilegt ástand þyrfti að nást í landinu sem allra fyrst.  

Mugabe segist ætla að sitja áfram sem forseti að minnsta kosti þar til flokksþing ZANU-PF fer fram í desember. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert