Spænski yfirsaksóknarinn bráðkvaddur

Spænski saksóknarinn Jose Manuel Maza var bráðkvaddur í gær.
Spænski saksóknarinn Jose Manuel Maza var bráðkvaddur í gær. AFP

Spænski yfirsaksóknarinn Jose Manuel Maza varð bráðkvaddur í Argentínu í gær. Í síðasta mánuði hafði Maza lýst því yfir að héraðsstjórn Katalóníu yrði ákærð fyrir uppreisn, uppnám og ögrun gagnvart stjórnvöldum og var málatilbúnaður þess efnis hafinn undir hans stjórn.

Maza, sem var 66 ára gamall, var staddur á ráðstefnu í Argentínu þegar hann var fluttur á gjörgæslu með alvarlega nýrnasýkingu. Hann var skipaður í embætti af ríkisstjórn forsætisráðherrans Marianos Rajoys, en forsætisráðherrann vottaði fjölskyldu og vinum Maza dýpstu samúð á Twitter.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert