Gleymdi fyrir 20 árum hvar hann lagði

Wikipedia

Hver hefur ekki lent í því að leggja bílnum og fara síðan að sinna erindum en geta svo ekki fyrir sitt litla líf munað hvar honum var lagt. Venjulega finnst bíllinn þó fljótlega en annað var uppi á teningnum hjá þýskum karlmanni fyrir tveimur áratugum.

Maðurinn gat ekki fyrir nokkurn mun munað hvar hann lagði bílnum sínum í Frankfurt í Þýskalandi árið 1997. Hafði hann samband við lögreglunar og tilkynnti bílinn týndan. Bílinn fannst loksins á bílastæði í gamalli verksmiðju sem til stóð að rífa.

Lögreglan hóf í kjölfarið leit að eigandanum enda þurfti að fjarlægja bílinn. Loks fannst maðurinn, sem er í dag 76 ára gamall, og ók lögregla honum og dóttur hans á staðinn.  En bíllinn reyndist óökufær og ekki var hægt að aka honum heim.

Fréttavefur írska dagblaðsins Irish Times greinir frá þessu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert