Hunsar frest til að segja af sér

Stjórnarflokkur Simbabve, Zanu-PF, hefur boðað þingmenn sína á fund til að ræða framtíð Roberts Mugabe, forseta landsins.

Frestur sem Mugabe fékk til hádegis að staðartíma, eða til klukkan 10 í morgun, til að segja af sér embætti rann út án þess að af því yrði. Hann var varaður við því að hann gæti átt ákæru yfir höfði sér ef hann stigi ekki niður úr forsetastól sínum.

Mugabe var settur af sem formaður Zanu-PF í gær og setti flokkurinn honum þessa afarkosti í framhaldinu.

Svo gæti farið að réttarhöld yfir Mugabe hefjist á morgun þegar þing Simbabve kemur saman, að því er BBC greindi frá.

Í sjónvarpsræðu sinni í gær sagðist hann ætla að sitja áfram sem forseti, að minnsta kosti þangað til flokksþing Zanu-PF fer fram í næsta mánuði.

Mugabe í sjónvarpsávarpi sínu í gær.
Mugabe í sjónvarpsávarpi sínu í gær. AFP
Mugabe fyrr í þessum mánuði.
Mugabe fyrr í þessum mánuði. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert