Hvítur krókódíll í ástralskri á

Krókódíllinn Perla hefur vakið mikla athygli.
Krókódíllinn Perla hefur vakið mikla athygli.

Hvítur krókódíll hefur sést í Adelaide-ánni í nágrenni Darwin í Ástralíu á sunnudag. Dýrið hefur hlotið nafnið Perla. Sjónarvottur segir að krókódíllinn sé um 3 metrar að lengt. 

Heimamenn telja að Perla sé skyld öðrum hvítum krókódíl sem var drepinn eftir að hann drap veiðimann árið 2014.

Dýraáhugamaður sem sá dýrið segist hafa verið gráti næst er hann kom auga á það. Hann hafi svo eytt deginum í það að fylgjast með Perlu.

Í frétt BBC segir að skortur á sortuefninu melaníni skýri hvíta litinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert