Pútín óskar Assad til hamingju

Bashar al-Assad (annar frá vinstri) og Vladimír Pútín á fundinum …
Bashar al-Assad (annar frá vinstri) og Vladimír Pútín á fundinum í Sochi. AFP

Vladimír Pútín Rússlandsforseti og Bashar al-Assad Sýrlandsforseti áttu fund í Sochi í Rússlandi. Á þeim fundi óskaði Pútín Assad til hamingju með árangur hans í baráttunni gegn hryðjuverkum. Pútín segist ætla að ræða við Donald Trump Bandaríkjaforseta í kjölfar fundar hans með Assad.

Pútín hefur lengi verið helsti bandamaður Assads og stjórnar hans og m.a. lagt loftárásum og öðrum hernaði í landinu lið. 

Í tilkynningu frá stjórnvöldum í Rússlandi segir að fundur forsetanna hafi átt sér stað í gær og að Assad hafi verið í vinnuferð í landinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert