Fleiri saka Spacey um áreitni

Kevin Spacey.
Kevin Spacey. AFP

Breska lögreglan er með tvær ásakanir um kynferðislega áreitni af hendi bandaríska leikarans Kevin Spacey til rannsóknar. Lögreglan greindi frá því í dag að nýjar ásakanir hefðu borist en áður hafði rannsókn hafist vegna annars máls fyrr í mánuðinum.

Spacey er sakaður um að hafa beitt karlmann kynferðislegu áreitni árið 2005 en í grein breskra miðla er maðurinn nefndur „Fórnarlamb 2.“ 

Fyrri ásakanir gegn Spacey frá Bretlandseyjum fjalla um áreitni af hans hálfu frá árinu 2008 en það mál er nú til rannsóknar. Scotland Yard staðfestir að starfsmenn innan deildar sem snúi að misnotkun á börnum rannsaki málið.

Í síðustu viku greindu forsvarsmenn Old Vic-leik­húss­ins í London frá því að þeir hafi fengið 20 vitnisburði frá starfsfólki sem sakar Spacey um óviðeigandi hegðun. Spacey var list­rænn stjórn­andi leik­húss­ins í 11 ár, eða frá ár­inu 2003 til 2014. 

Yf­ir­lýs­ing leik­húss­ins kom í kjöl­far ásak­ana á hend­ur Spacey sem er sakaður um kyn­ferðis­lega áreitni og að hann hafi hagað sér eins og rán­dýr. Spacey hef­ur ekki tjáð sig um ásak­an­irn­ar.

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert