Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk

Öryggisráðstafanir hafa verið gerðar í kringum jólamarkaði í Berlín.
Öryggisráðstafanir hafa verið gerðar í kringum jólamarkaði í Berlín. AFP

Sex sýrlenskir flóttamenn, sem höfðu verið handsamaðir í Þýskalandi vegna gruns um að skipuleggja hryðjuverk í landinu, voru látnir lausir í dag vegna skorts á sönnunargögnum.

Mennirnir, sem eru á aldrinum 20 til 28 ára, voru handsamaðir í aðgerðum lögreglu í borgunum Kassel, Essen, Hannover og Leipzig í gær.

Þýskir fjölmiðlar greina frá því að talið er að jólamarkaðir hafi verið skotmörk mannanna.

Saksóknari í Frankfurt sagði að sönnunargögnin væru ófullnægjandi en mennirnir voru auk þess grunaðir um að vera tengdir Ríki íslams.

Þýsk yfirvöld hækkuðu viðbúnaðarstig sitt þegar árás var gerð á jólamarkað í Berlín í fyrra en 12 létust í árásinni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert