Stríðslok „raunverulegur möguleiki“

Vladimir Pútín ásamt Bashar al-Assad, forseta Sýrlands.
Vladimir Pútín ásamt Bashar al-Assad, forseta Sýrlands. AFP

Vladimir Pútín, forseti Rússlands, segir „raunverulegur möguleiki” sé á að binda enda á stríðið í Sýrlandi.

Þetta kom fram í ræðu hans við upphaf ráðstefnu með leiðtogum Tyrklands og Írans þar sem fjallað verður um friðarumleitanir í tengslum við stríðið.

„Það er raunverulegur möguleiki á að binda enda á þetta áralanga borgarastríð,” sagði Pútín áður en hann ræddi við Hassan Rouhani, forseta Írans, og Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands.

Pútín bætti við að Rússland, Íran og Tyrkland hefðu komið í veg fyrir hrun Sýrlands.

Hann hvatti til eftirgjafar og málamiðlunar af hálfu allra tengdra aðila vegna Sýrlands, þar á meðal frá sýrlenskum stjórnvöldum.

„Ég treysti á það að Rússland, Íran og Tyrkland mun gera sitt allra besta til að láta þetta ganga eins vel og mögulegt er.”  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert