Bregst við árásinni af fullum þunga

Abdel Fattah al-Sisi.
Abdel Fattah al-Sisi. AFP

Forseti Egyptalands, Abdel Fattah al-Sisi, hét því nú fyrir stundu að bregðast við árás sem gerð var í mosku í landinu morgun af „fullum þunga“.

Í það minnsta 235 létust í árásinni. Menn vopnaðir byss­um og sprengj­um eru sagðir hafa ruðst inn í mosku í Sinai-héraði í morg­un er hún var full af fólki við föstu­dags­bæn­ir og sprengt sprengj­una. Árás­in var gerð í ná­grenni borg­ar­inn­ar El-Arish.

„Herinn og lögregla munu hefna fyrir píslarvotta okkar og koma á ný á öryggi og stöðugleika með miklu afli á komandi dögum,“ sagði Abdel Fattah al-Sisi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert