Tólf létust í hótelbruna

Sextán slökkviliðsbílar voru sendir á vettvang.
Sextán slökkviliðsbílar voru sendir á vettvang.

Í það minnsta tólf létust og tugir slösuðust þegar eldur braust út í hóteli í strandborginni Batumi í Georgíu í dag. 

„Tólf létust í brunanum,“ sagði Zaal Mikeladze, heilbrigðisráðherra Georgíu. Hann sagði að einhverjir hefðu dáið vegna þess að þeir önduðu að sér hættulegum eiturgufum.

„Farið var með tíu á spítala, flestir þeirra voru með reykeitrun en ástand þeirra er stöðugt,“ bætti hann við.

Sextán slökkviliðsbílar og 100 slökkviliðsmenn voru sendir á vettvang og tókst þeim að ráða niðurlögum eldsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert