21 snuð í maga hunds

Á röntgenmynd mátti sjá nokkur snuð í maga hundsins. En …
Á röntgenmynd mátti sjá nokkur snuð í maga hundsins. En þegar kviður hans var opnaður kom í ljós að þau voru 21 talsins.

Foreldrar í Oklahoma höfðu klórað sér í höfðinu yfir dularfullu hvarfi allra snuða barns síns af heimilinu. Allt þar til amman sá fjölskylduhundinn teygja sig í eitt þeirra ofan af borðinu.

Farið var með hundinn í skyndi til dýralæknis sem staðfesti grun foreldranna: Tíkin Dovey hafði gleypt 21 snuð og var þau öll að finna í maga hennar. 

Foreldrarnir sögðu dýralækninum frá því að tíkin hefði misst matarlystina og hefði kastað upp nokkrum sinnum. En fyrir utan það virtist ekkert ama að henni.

Þegar dýralæknirinn skoðaði Dovey hélt hann að snuðin í maga hennar væru sjö til níu talsins. En við skurðaðgerð sem varð að framkvæma kom hið sanna í ljós. 

Dovey er á batavegi og er komin til síns heima.

Dýralæknirinn varar fólk við því að hundar geti étið hvað sem er. Þá skipti aldur þeirra ekki máli.

Frétt Kfor.com

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert