Herþjónustu transfólks ekki frestað frekar

Mótmælendur fyrir framan eina af skráningastöðvum hersins í sumar eftir …
Mótmælendur fyrir framan eina af skráningastöðvum hersins í sumar eftir að varnarmálaráðherra frestaði gildistöku laga sem heimila transfólki að ganga í herinn. AFP

Bandarískur alríkisdómari hafnaði í dag þeirri kröfu stjórnar Donald Trumps Bandaríkjaforseta að fresta gildingu lagasetningar sem heimilar transfólki að ganga í herinn.

Úrskurðurinn er talinn áfall fyrir Trump, sem í júlí á þessu ári sendi þrenn Twitter-skilaboð frá sér þess efnis að transfólk gæti ekki þjónað með neinum hætti í hernum.

Í kjölfarið var sent formlegt minnisblað frá Hvíta húsinu um málið, sem vakti hörð viðbrögð og lýstu nokkrir hermenn og mannréttindahópar því yfir að þeir hygðust höfða mál.

Dómsmálaráðuneytið fór svo fram á það í síðustu viku við alríkisdómstól að fresta gildistöku lagananna á meðan málið væri rekið fyrir dómstólum, en því hefur nú verið hafnað.

Upphaflega áttu lögin, sem sett voru í stjórnartíð Baracks Obamas, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, að taka gildi í júlí á þessu ári en núverandi dómsmálaráðherra, Jim Mattis, frestaði gildistökunni um sex mánuði eða til 1. janúar á næsta ári.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert