Sprenging í New York

Frá aðgerðum lögreglu við Port Authority.
Frá aðgerðum lögreglu við Port Authority. AFP

Lögreglan í New York greindi frá því fyrir stundu að hún rannsakaði óþekkta sprengingu sem hefði sprungið nálægt 42. stræti og 8. breiðgötu á Manhattan. Rýming á svæðinu stendur yfir.

„Lögregla er að bregðast við fregnum þess efnis að sprengja hafi sprungið við Port Authority,“ kom fram í færslu lögreglunnar á Twitter vegna málsins en það er lestarstöð rétt hjá Times Square.

Frá aðgerðum lögreglu í New York.
Frá aðgerðum lögreglu í New York. Ljósmynd/Twitter

BBC segir frá því að einn hafi verið handtekinn vegna málsins og í það minnsta einn sé særður. Samkvæmt heimildum ABC fréttastofunnar eru einhverjar líkur á því að rörsprengja hafi sprungið.

Uppfært 13.57: Lögreglan sagði frá því á Twitter nú fyrir stundu að sá sem særðist sé grunaður sprengjumaður.

Uppfært 14.19: Slökkvilið New York greinir frá því á Twitter að fjórir hafi særst í sprengingunni en enginn þeirra sé alvarlega særður.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert