Annar stór skjálfti í Íran

Skálftinn í dag var í suðausturhluta Íran, en í gær …
Skálftinn í dag var í suðausturhluta Íran, en í gær var annar skjálfti við landamæri Íran og Írak. Kort/USGS

Jarðskjálfi að stærð 6,2 reið yfir suðausturhluta Íran í morgun. Engar fregnir hafa borist af manntjóni eða skemmdum. Skjálftinn varð klukkan 12:13 að staðartíma, eða 08:43 að íslenskum tíma.

Morteza Salimi, yfirmaður Rauða hálfmánans á svæðinu, sagði við ríkisfréttastöð landsins hálftíma eftir skjálftann að ekki hefðu borist upplýsingar um mannfall frá björgunarsveitum í héraðinu Kerman, þar sem upptök skjálftans voru.

Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna telur skjálftann hafa verið minni en íranska jarðfræðistofnunin, en sú bandaríska sagði hann upp á 5,9 stig.

Íran liggur á flekamótum og í gær varð annar stór skjálfti í landinu upp á 6,0 stig. Varð sá skjálfi á landamærum Íran og Írak. Þá varð skjálfti upp á 7,3 stig 12. nóvember í Kermanshah, en 620 létust í þeim skjálfta.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert