Mexikóar fitna vegna frjálsrar verslunar

Mynd úr safni frá Mexíkó. Hin 10 mánaða gamla Luis …
Mynd úr safni frá Mexíkó. Hin 10 mánaða gamla Luis Gonzales með móður sinni en stúlkan vegur 28 kíló. AFP

Mexíkóska þjóðin hefur fitnað talsvert eftir að fríverslunarsamningur Norður-Ameríku (NAFTA) milli Bandaríkjanna, Kanada og Mexíkó tók gildi árið 1992. Í honum fólst meðal annars afnám tolla og eftir það opnaði hver bandaríska skyndibitamatarkeðjan á fætur annarri. Þetta kemur fram ítarlegri úttekt á þróun heilsu og matarmenningu Mexíkóa í New York Times.         

Árið 1980 glímdi 7% þjóðarinnar við offitu en árið 2016 var hlutfallið orðið 20,3%. Þetta kemur fram í tölum heilsumælingarstofnunar Washington. Sykursýki er talin vera ein helsta dánarorsök í Mexíkó og látast árlega um 80 þúsund mans af völdum hennar, samkvæmt Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni.    

Margir fögnuðu samningnum á sínum tíma en aðrir gagnrýndu hann og bentu á að mikil hætta væri á að Mexíkó myndi glata menningarlegu og efnahagslegu sjálfstæði sínu. Bandarísk matarmenning hefur markað djúp spor í Mexíkó þar sem neysla sykraðra drykkja og skyndibita er orðin talsverð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert