Bjargað úr sjávarháska á Eyjahafi

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. AFP

Tyrkneska strandgæslan bjargaði 51 flóttamanni úr sjávarháska á Eyjahafi í morgun. Þeir voru strandaglópar á kletti vestur af Tyrklandi eftir að gúmmíbátur þeirra sökk. 

Allir um borð komust upp á klettinn sem er fyrir utan strandbæinn Dikili en áður hafði verið talið að mun fleiri væru um borð eða 68 manns. 

Fólkinu var bjargað, þar á meðal fjórum börnum, um borð í þyrlu strandgæslunnar og var fólkið flutt til hafnar í Dikili. Ekki er vitað um þjóðerni fólksins.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert