Þúsundir drepnar á mánuði

AFP

Að minnsta kosti 6.700 rohingjar voru drepnir á einum mánuði eftir að átök brutust út í Búrma í ágúst. Þetta kemur fram í nýjum upplýsingum frá samtökunum Læknar án landamæra. Yfirvöld í Búrma halda því fram að 400 hafi látist.

Um er að ræða upplýsingar frá fólki sem flúði til Bangladess, samkvæmt frétt BBC. Yfir 647 þúsund rohingjar hafa flúið frá Búrma yfir til Bangladess frá því í ágúst.

Læknar án landamæra segja að samkvæmt upplýsingum sem þeir hafi safnað hafi að minnsta kosti níu þúsund rohingjar látist í Búrma á tímabilinu 25. ágúst til 24. september. Varlega áætlað megi gera ráð fyrir að 6.700, hið minnsta, hafi látist vegna ofbeldis sem þeir urðu fyrir. Þar af 730 börn yngri en fimm ára hið minnsta.

Yfirvöld í Búrma segja að um 400 rohingjar hafi látist og þeir hafi verið múslimskir hryðjuverkamenn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert