Tóku 38 fanga af lífi

AFP

Yfirvöld í Írak hengdu 38 liðsmenn vígasamtakanna Ríki íslams og al-Qaeda í borginni Nasiriyah í morgun. Mennirnir voru dæmdir til dauða fyrir þátttöku í hryðjuverkastarfsemi. Ekki hafa svo margir verið teknir af lífi á einum degi í Írak frá því í september en þann 25. voru 42 teknir af lífi í sama fangelsi.

Í tilkynningu kemur fram að dómsmálaráðherra Íraks,Haidar al-Zameli, hafi verið viðstaddur aftökurnar í Nasiriyah fangelsinu í morgun. Fangarnir höfðu allir verið á dauðadeild fangelsisins sakaðir um hryðjuverk.

Mannúðarsamtökin Amnesty International hafa ítrekað lýst yfir áhyggjum af dauðarefsingum og hvernig þeim er framfylgt í Írak en aðeins þrjú ríki heims taka jafn marga af lífi á hverju ári. Það eru Kína, Íran og Sádi-Arabía.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert