380 milljónir í olíuleit við Jan Mayen

Norska Stórþingið.
Norska Stórþingið. Ljósmynd/Norden.org

Norska Stórþingið samþykkti nýlega að verja 30 milljónum norskra króna, sem samsvarar rúmlega 380 milljónum íslenskra króna, í olíuleit á umráðasvæði Íslands við Jan Mayen. Ríkisstjórnin mun hafa staðið á sínu þrátt fyrir að meirihluti þingmanna sé mótfallinn olíuleitinni, að því er kemur fram á norska miðlinum Aftenposten.

Forsvarsmaður minnihlutaflokks Vinstri sósíalista, Lars Haltbrekken, sem situr í orku- og umhverfisráði, segist ætla að leggja fram frumvarp þess efnis að norska ríkið skuli ekki lengur taka þátt í olíuviðskiptum á íslensku landgrunni. Þannig vonast hann til að meirihluti þingsins geti stöðvað fyrirætlaða olíuleit.

Hann veltir einnig fyrir sér hvers vegna norska ríkið leiti ekki frekar að olíu á sínu eigin umráðasvæði við Jan Mayen nokkrum kílómetrum frá. Það er norska fyrirtækið Petoro Iceland sem hefur yfirumsjón með um fjórðungi íslenska landgrunnsins á svæðinu á grundvelli 25 ára gamals samkomulags um nýtingu auðlinda.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert